Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hvert stefnir íslenskan?

í Tungumál fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Jú, það er eflaust rétt hjá þér. Ég hef gert þetta án gaumgæfilegrar hugsunar. Ég hugsa að eiga tíma sé í sjálfu sér ekki vitlaust þó það myndi kannski flokkast undir vont mál frekar en vitlaust.

Re: Hvert stefnir íslenskan?

í Tungumál fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Það er satt að “ég vill” er að festa sig í sessi. Reynum þá bara að minna það fólk sem talar svoleiðis á að í lagi eftir Björn Jörund er ekki sungið “Frelsið er yndislegt, ég geri það sem ég vill” heldur “Frelsið er yndislegt, ég geri það sem ég vil”. Annað sem vert er að athuga (en ég veit ekki hvort hefur komið fram áður því ég las ekki allar athugasemdirnar) eru orðin lítri og metri. Það er orðið algengt í búðum að þær auglýsi 1 líter af þessu og einnig algengt að fólk tali um 1 meter af...

Re: Félagsfræðibraut?

í Skóli fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði er með nokkuð marga sálfræðiáfanga. Held að ég hafi tekið 4 áfanga ef mig minnir rétt.

Re: Skaupið.

í Tilveran fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Aumkunarvert.

Re: Til hamingju með sigurinn MR!

í Skóli fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Neineinei.. “Úh ah (eitthvað nafn), við segjum Úh ah (eitthvað nafn)” er ævagamall hópeflissöngur hjá Flensborg. Engu hefur verið stolið. Þetta byrjaði allt saman þegar Ingimar nokkur Andersen var í ræðuliði Flensborgarskólans og þá hljómaði á keppnum: “Úh Ah Ingimar, við segjum Úh Ah Ingimar!”. En svo er þetta mjög hnitmiðað slagorð og ég útiloka ekki að fleirum hafi dottið þetta í hug en ég get fullvissað þig um að um engan stuld er að ræða. kv. Steypukall

Re: Vegna mótmæla Saving Iceland hópsins

í Deiglan fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Bíddu nú hægur.. Viltu segja mér um hvað ég er að fullyrða og hvað ég er að misskilja varðandi stóriðju, umhverfismál og náttúruvernd..

Re: Sæta Sms-ið mitt (L)

í Rómantík fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég skil þig svo mikið.. því kærastan mín er alveg sömu skoðunar á þessu eins og þú… já.. eins og ég segi.. ég skil þig… ;-)..

Re: Vegna mótmæla Saving Iceland hópsins

í Deiglan fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Löggan var nú ekki að lemja neinn og legg ég áherslu á það í greininni…

Re: Vegna mótmæla Saving Iceland hópsins

í Deiglan fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Haha.. það er frekar langsótt þrátt fyrir að þetta sé ágætis pæling… En ég svosem hef sterkan grun um að þetta séu nú fólk í “rétta” liðinu, s.s. samkvæm baráttumáli þeirra, enda þekki ég nokkra þeirra sem eru í hringiðu baráttuhópsins.

Re: Vegna mótmæla Saving Iceland hópsins

í Deiglan fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Góður vinur minn er búinn að vera í tæpt ár úti á Ítalíu. Þegar þetta umræðuefni kom upp á milli hans og félaga hans frá Ítalíu hafði hann þetta að segja um málið: Hvar sem er á Ítalíu, þar sem er auð jörð, þar er lagður vegur eða hús, skrifstofubygging eða bara hvað sem er, bara til að fylla upp í. Þegar svona er farið fyrir Jörðinni og Ísland mun halda áfram sínu striki á móti stóriðju á Íslandi, þá mun Ísland græða hvað mest á túrisma þar sem ALLIR koma til Ísland, til þess eins að sjá...

Re: Vegna mótmæla Saving Iceland hópsins

í Deiglan fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Þetta er einmitt það sem ég var að leggja út í greininni. Málstaður mótmælendanna er vissulega góður en það sem þeir gerðu var frekar rangt og í stað þess að fá fólk (almúgann) með sér og með málstaðnum, þá fengu þeir fólkið á móti sér með það sem þeir, mótmælendurnir, gerðu. En málstaðurinn er alltaf jafn góður. Guði sé lof að það séu einhverjir hugarar hérna sem hafa aðeins meira vit en að svara þessari grein einungis með orðunum “helvítis hippar”. Takk fyrir þína skoðun :-)

Re: Vegna mótmæla Saving Iceland hópsins

í Deiglan fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Þetta fólk var ekki að reyna vekja athygli á sér heldur baráttunni við álversrisann. Útlendingarnir komu ekki hingað í þeim tilgangi að brjóta lög heldur að mótmæla stóriðjustefnu Íslands. Það sem gerðist hinsvegar er það að þeir brutu lög með mótmælum sínum. Það er verið að eyðileggja landið. Það er verið að byggja virkjanir út um allar trissur til þess að sjá álverum fyrir rafmagni. Vatnsaflsorka er vissulega vistvæn orka en þessar virkjanir mynda uppistöðulón. Þau kaffæra gróður og annað...

Re: Vegna mótmæla Saving Iceland hópsins

í Deiglan fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Þetta snýst ekki um þau, í rauninni. Jú, að sjálfsögðu þessi mótmæli en það sem málið snýst um er þeirra baráttumál. Þetta snýst um þig og landið sem þú býrð í og sem stóriðjufyrirtæki sem horfa girndaraugum á þau náttúruöfl sem þau vilja beisla og þá náttúru sem þau munu skemma með áformum sínum. Við upphaf landnáms var landið 2/3 hluta skógi vaxið. Núna, er það minna um 1%. Af hverju að eyðileggja það eitthvað frekar?

Re: Vegna mótmæla Saving Iceland hópsins

í Deiglan fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég er algjörlega sammála þér með það að þetta hafi kannski ekki verið besta róttæka aðgerðin sem hægt var að gera. Eins og ég er að setja út á í þessari grein eru þau lögbrot sem þau voru að fremja. Þau hefðu kannski átt aðeins að hugsa sinn gang.

Re: Vegna mótmæla Saving Iceland hópsins

í Deiglan fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Af hverju að fórna þessum síðustu ferkílómetrum? Jafnvel þótt að við fórnum ekki “öllu”, af hverju að gera það? Hvað græðum við á því? Fleiri uppistöðulón og minna svæði af íslenskri náttúru sem fólk vill sjá? Er ekki komið nóg bara?

Re: Enn um reykingarbann

í Deiglan fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Vissulega ræður fólk sem reykir ekki hvort það fari inn á skemmtistaði þar sem reykt er. En, eins og sagt hefur verið áður, þá virðast staðir ekki ganga upp þar sem ekki eru leyfðar reykingar og því þora aðrir skemmtistaðir ekki að ganga sömu braut. Reyklausir staðir horfnir og reykingastöðum fjölgar þangað til að allir staðir eru ekki reyklausir. Sem gefur okkur það að þeir sem kjósa að fara ekki á staði þar sem reykt er, hafa enga staði til að fara á. Hvar er réttlætið í því?

Re: Sumarvinnur

í Tilveran fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Gjaldkeri hjá KB-banka… … og svo barþjónn að næturlagi … Bætt við 16. apríl 2007 - 10:53 Ég sá að mér… að sjálfsögðu heitir þetta Kaupþing núna…

Re: Dauðinn.

í Rómantík fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Til að byrja með votta ég þér samúð mína. Það tekur alltaf á að missa einhvern nákominn en lífið er hverfult, því miður. Sérstaklega þykir sorg þín erfið þar sem þú misstir þarna tvær góðar vinkonur með tiltölulega stuttu millibili. Sorgin getur komið fram á margvíslegan hátt: við finnum til sektarkenndar, svefnleysi, ógleði, þunglyndi eða annað slíkt sem getur getur sett okkur andlega úr jafnvægi. Það sem þú gerðir var rétt. Það á ekki að innbyrgja þessa sorg sem þú hefur inni í þér og rétt...

Re: London des. 2004

í Ferðalög fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég held nú að þetta sé kallað “tube” í daglegu tali Englendinga. Þótt “Underground” sé hefðbundnara nafn. Þetta er þó ekki kallað “Subway” eins og ameríkaninn vill kalla neðanjarðarlestirnar, þó svo að ég sé ekki viss.

Re: London des. 2004

í Ferðalög fyrir 18 árum, 2 mánuðum
E.s. hvað er aftur tube? Ertu að tala um neðanjarðarlestirnar eða? Rétt er það…

Re: Bestu ár lífs þíns?

í Skóli fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Megi þeir lengi lifa…

Re: Styttist í skólann

í Skóli fyrir 18 árum, 3 mánuðum
,, Ekki vill ég … Rétt er: ,, Ekki vil ég … Þar fór virðuleikinn fyrir lítið… ;-)

Re: anti-nöldur

í Tilveran fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Segðu… :-)

Re: anti-nöldur

í Tilveran fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Já, ég tók eftir því…:-( En aldrei góð vísa of oft kveðin…:-P

Re: anti-nöldur

í Tilveran fyrir 18 árum, 3 mánuðum
2) Engin hefur leiðrétt málfræðivillurnar mínar í langan tíma(Takk fyrir það, málfræðivillu-leiðréttarar) 5) 13 dagar í að skólinn byrji.. Hvort sem það verður skemmtilegt eða ekki þá hlakkar mig samt til að hitta fullt af nýju fólki Ég ætla að taka mér það bessaleyfi og eyðileggja gleðina sem fylgir öðrum lið og segja þér: Að sögnin “að hlakka” tekur með sér nefnifall og því á þetta að vera "[...] Hvort sem það verður skemmtilegt eða ekki þá hlakka ég samt til að hitta [...] Eigðu ánægjulegan vetur…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok