Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Inter milan

í Manager leikir fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Er að nota 4-3-3 með full out attack. Aðal breytingar á liðinu voru að ég keypti Klose, fékk mér Ustari og breytti aðeins til í vörninni/miðjunni og með Klose/Zlatan/Adriano frammi þá endaði þetta í 2,5-3 mörk að meðaltali í leik, skuggalegir saman.

Re: Uppáhalds leikmaður

í Manager leikir fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Líða að lokum ? Hann er enn að raða mörkunum inn á 6 tímabili hjá mér með Inter :D Fór hæst upp í 48 mörk á 4 tímabili, en meiðsli hafa verið að hrjá hann frá 33 ára aldri. Einnig er ég með Bojan, Adriano, Zlatan, Vela, Bendtner og Silva sem skiptast á að meiðast og skora hjá mér, Bojan sá allra heitasti í augnablikinu en zlatan og adriano orðnir 31 og byrjaðir að dala smávegis þó svo að þeir séu líklega ennþá bestir þarna. Bendtner hefur ekki alveg staðist þessar guðs-legu væntingar sem ég...

Re: Bojan

í Manager leikir fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Get kannski hent inn screen á eftir þegar ég kemst í ferðatölvuna mína, en hann er 22 ára, á 6 tímabili með inter og er að raða inn mörkum, var að setja fimmu á móti Milan. Stefnir í mann á Klose-klassa, með 20 í pace/acceleration/agility og 20 í finishing/first touch/dribbling/composure/influence og svo er það eitthvað meira sem ég man ekki alveg.

Re: Normal ? Bara að vita .

í Heilsa fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Léttur, en þó geri ég ráð fyrir að þú sért í kringum 13-16 ára aldur(?) og þá kemur oft hæðin vel á undan þyngdinni hjá mörgum, sumir fljúga yfir 180 og þyngjast mjög lítið í samanburði, en það kemur venjulega allt. Ég er núna rétt í kringum 177 cm og er 72-3 kíló, alls ekki horaður og ekki feitur, þetta kemur allt með því að borða mikið og lyfta bara ;)

Re: Splash Back

í Sorp fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Hef nú átt í kringum 45 klessur og náð level 34 :/ Tölvutímar í skólanum eru frekar súrir sko…

Re: MR-vessló

í Skóli fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Til hamingju með þetta MR-ingar, þó svo að Versló hafi alveg átt eitthvað í MR þá eru þeir með skuggalegt lið þetta árið, svo einfalt er það bara… Við tökum þetta vonandi bara á næsta ári ;)

Re: Creatin

í Heilsa fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Reyndar má bæta við að það er óhugnalega dýrt og ég fékk fljótt leið á fruit punch bragðinu, en já, finnst það skárra heldur en hreint, þó svo að það sé ekkert svo slæmt.

Re: Bekkpressuprogrammið Þitt er ?

í Heilsa fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Venjulega sem upphitun tek ég 10-15x 20kg 5-8x 40kg 3sett af 5x 57,5kg (vinnusett) Er að reyna að þyngja vinnusettið um 2,5 á 2 vikna fresti og það gengur svona allt í lagi, er þó ekki alveg að takast núna. Maxa now and then, er samt ekkert svaðalegt atriði.

Re: Iron Maiden - Somewhere In Time

í Metall fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Alls ekki slæm plata, persónulega finnst mér hún alveg á sama stigi og Powerslave og Seventh son… í gæðum þó svo að mér finnist Alexander the Great hundleiðinlegt lag (don't ask), mæli með að þú kíkir á hana ef þú fílar Maiden, öll hin lögin eru frábær og er Wasted Years eitt af mínum favorite Maiden lögum.

Re: Ensiferum!

í Metall fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Kíktu þá einnig á Wintersun, hljómsveit sem fyrrum söngvari Ensiferum stofnaði. Spila svipaða tónlist, þó þyngri og meira epic sound, ekki jafn jolly-folk fílingur í þessu heldur eitthvað annað, mæli með að þú reddir þér Wintersun - Wintersun, alveg frábær diskur. Ég fíla Wintersun amk. meira en Ensiferum.

Re: Ensiferum!

í Metall fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Geggjað band, Iron og Ensiferum eru frábærir diskar.

Re: Er að leita að spuna...

í Harry Potter fyrir 17 árum, 8 mánuðum
http://www.fanfiction.net/s/2686464/1/ Einn af þeim bestu sem ég hef lesið, ekkert virkilega undarlegt pairing, þó að maður búist aldrei við þessu í bókunum sjálfum. Annars á þessi að gerast eftir 5 árið en þó eru sum atriði tekin inn úr 6 bókinni, sem hefur líklega komið út þegar spuninnn var ekki kominn langt.

Re: Bólur

í Heilsa fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Virkaði vel hjá mér. Fékk engar virkilegar aukaverkanir sem ég bjóst ekki við, bara þetta venjulega sem á að gerast : Þurr húð, gífurlega þurrar varir (vaseline!) og allt sem því fylgir, svosem óþægindi en ekkert sem maður lifir ekki af. Ég var á meðferðinni í 4,5 mánuð og gekk allt vel, var hræddur um að ekkert ætlaði að gerast en svo á 4 mánuð hvarf einfaldlega allt. Læknirinn bannaði mér t.d. áfengi og ljós, var edrú í 3 mánuði en svo drakk ég eins og vitleysingur um og eftir áramót,...

Re: Bólur

í Heilsa fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Virðist vera rosalega persónubundið, 1 árs gos/nammi bindindi og mikil umhugsun um húðina á mér hafði engin áhrif og húðlæknirinn minn staðfesti það alveg. Hinsvegar verður því ekkert neitað að hjá sumum hefur mataræði og hreinlæti áhrif, þekki suma sem mega einfaldlega ekki snerta gos án þess að springa út af bólum daginn eftir, en á sumum hefur þetta engin áhrif. Like I said, persónubundið, sleppið því bara að rífast um þetta.

Re: Platoon (1986) * * * * *

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Frábær mynd og ég er sammála þér með Dafoe, hann einfaldlega á þessa mynd, þó svo að hinir leikararnir hafi einnig staðið sig mjög vel. Flott grein btw ;)

Re: (Brennu)Vargur Vikernes - Kaldrifjaður morðingi

í Metall fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Flott grein kall, vonandi fara þessir drengir sem eru of svalir fyrir lífið að halda þessum skoðunum sínum um að það sé svalt að brenna kirkjur út af “insert a crappy reason” og halda því fram að það hafi verið einhver réttlætanleg ástæða fyrir því að drepa Euronymous, að halda sínum skoðunum út af fyrir sig, orðin frekar þreytt þessi varg umræða sem virðist fylla áhugamálið dag eftir dag. Annars er þetta ágætis tónlistarmaður, bara svolítið brenglaður í hausnum myndi ég halda.

Re: jeijj

í Metall fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Efast um að það geti kallast vetur en í Afganistan getur orðið sjúklega kalt á einhverjum ákveðnum tímabilum, svo að þetta er ekki svo asnalegt hjá þeim :)

Re: maðurinn sem allir tala um.

í Metall fyrir 17 árum, 9 mánuðum
by refusing to participate in the murder of our European race Nema að ég hafi algjörlega misskilið samhengið þá meinar hann það gagnstæða.

Re: Moonblood

í Metall fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Fimm arma stjörnurnar mynda “oo” sýnist mér, kertin eru hluti af M-inu og D-inu og þetta í miðjunni er afmyndað N og svo er það B-ið, er ekki að sjá neitt L þarna samt… Annars skuggalega ljótt og asnalegt cover if you ask me :/

Re: Lyfta á ný!

í Heilsa fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Byrjaðu bara að lyfta og borðaðu hollt, byrjaðu svo að huga að meiri fæðubótaefnum ef progressið þitt fer að staðna.

Re: lag

í Metall fyrir 17 árum, 9 mánuðum
No offence kallinn minn, en að mínu mati er Sonata Arctica algjör Stratovarius copy flower metall :) Dragonforce eru allt í lagi, verða svolítið leiðinlegir við of mikla spilun, mæli með að þú reddir þér efni með Blind Guardian, algjörir snillingar. Mæli þá með diskunum Nightfall in Middle Earth, Somewhere Far Beyond og Imaginations from the Other Side ;)

Re: Lyftingaáhugamál?

í Heilsa fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Svolítið til í þessu, ósköp fáir sem vita actually að hér sé rætt eitthvað af viti um lyftingar og vaxtarrækt, sem og fæðubótaefni (sem stór hluti spyr og vill fá upplýsingar um). Mætti svosem líta á þetta, en hinsvegar yrði lítið eftir af heilsu áhugamálinu ef þessu yrði breytt.

Re: Harry Potter warrior of light - kafli XIII

í Harry Potter fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Fanfiction eru mjög oft ef ekki oftast tekin beint úr bókinni og þá haldið áfram (sem þeirra útgáfa af 7 bókinni) eða eitthvað annað gert með persónum bókarinnar, t.d. segja frá foreldrum Harry etc. Það sem mér finnst aðal vandamálið með fanfic þar sem nýjar persónur eru gerðar og öllu er breytt er að komast almennilega inn í þau, í staðin fyrir að lesa áfram um persónurnar sem við þekkjum svo vel. Ef þú hefur samt áhuga á að lesa frábært fanfic sem er mjög vel skrifað og inniheldur næstum...

Re: jaha

í Heilsa fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Bara bæði óhollt? Sleppa þessum saur elsku kallinn minn :)

Re: Bekkpressu plan ?

í Heilsa fyrir 17 árum, 9 mánuðum
What? Er ég vitlaus eða er ég að lesa um það bil 20 sett og einfaldlega óraunsætt program fyrir mann sem maxar 70? Mæli með því að taka þetta plain & simple fyrir bætingu og stækkun, hita upp og fara svo í "55-65 kg, 3 til 6 reps og taka 3-5 sett af því. Ég sjálfur er að taka 80-90% af max, 5 reps x 3 sett og er það að virka vel.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok