Ég hef ekki neina sérfræði þekkingu í þessum málum en ég hef æft frjálsar mikið svo ég gæti bent þér á eitthvað. Æfa sprengikraftinn er mjög gott, þegar þú lyftir er gott að gera það hratt í átakinu til að bæta snerpuna. Hnébeygjur eru mjög góðar og réttstöðulyfta er einnig mjög góð. Einnig er mjög gott að taka hopp æfingar (hoppa með hnén uppí brjóstkassann), gera magaæfingar (hratt) og auðvitað hlaupa stutta spretti. Eflaust eru til 1000 fleiri leiðir til að æfa hraðann en þetta virkar.