Ég er sammála þér því að þeir sem hafa aldrei spilað leikinn og horfa síðan á myndinna, hafi ekki næstumþví jafn gaman af henni og við sem höfðum spilað leikinn. Frekar lítið um persónusköpun í henni enda voru þessar persónur kynntar í leiknum. En ég er mjög sáttur með myndina yfir heildina, bardaga atriðin voru flott, allar helstu persónurnar komu fram, söguþráðurinn var góður, tónlistin var mjög flott. Ég mæli með þessarri mynd, sérstaklega fyrir þá sem hafa prufað þennan leik eitthvað.