Öh! WiFi er það sem routerinn þinn eða annara sendir út frá sér. Þráðlausa netið. Í Reykjavík er WiFi á flestu kaffihúsum og veitingastöðum, og bráðum verður Reykjanesbær (ef ég man rétt) einn stór WiFi reitur (heitur reitur). Flestir ef ekki allir skólar hafa WiFi, lang flest heimili, veitingahús, kaffihús, skrifstofur… Svo að þú getur notað netið á Touchinum þínum á flestum stöðum þar sem þú ert. En ekki í bílnum og svoleiðis þar sem ekki er WiFi.