Að dreyma að maki manns sé ótrúr er það merki um hið öfuga, allt mun ganga vel í sambandinu í náinni framtíð. Að standa frammi fyrir freistingu um að halda framhjá en að láta það ógert er góðs viti, það er merki um að góðir tímar séu framundan hjá dreymandanum þar sem að allt gengur í haginn. Standist menn aftur á móti ekki freistinguna og halda framhjá er það merki um yfirvofandi leiðindi.