Leikstjórinn David Fincher ( Fight Club ) , leikarinn Nicholas Cage og höfundur myndasögunnar Hard Boiled, Frank Miller ( höfundur einnar frægustu myndasögu allra tíma, The Dark Knight Returns ) eru vonandi að fara í samstarf saman. Mun Fincher leikstýra myndinni gerðri eftir sögunni, með Cage í aðalhlutverkinu. Fincher er að klára vinnu við nýjustu mynd sína, The Panic Room, með Jodie Foster í aðalhlutverki, og eftir að Cage klárar sína næstu mynd sem líklega verður Seared, munu þeir...