Ég skrapp á Ocean´s Eleven fyrir u.þ.b. þremur tímum ( 20.00 ), og verð ég að segja að myndin var óvænt helvíti góð og skemmtileg. Steven Soderbergh leikstýri hér her stórleikara í endurgerð af samnefndri mynd frá árinu 1960, sem skartaði m.a. Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. Eins og í frummyndinni vantar hér ekki leikara, George Clooney, Brad Pitt, Matt Damon, Don Cheadle, Julia Roberts, Andy Garcia, Bernie Mac, Carl Reiner, Casey Affleck og fleiri og fleiri koma hér öll saman...