Blekkingin er að ná tökum á mér, ég finn það. Ég iða í skinninu, ég finn það í loftinu, það er svo raunverulegt, að blekkingin er yfirtaka allt. Gleymskan, hún kemur með. Þegar blekkingin bankar uppá, er gleymskan aldrei langt undan. Ég veit hvernig það var, en man það ekki… Með blekkingunni og gleymskunni fylgir þokan, sem er djúp og þykk. Þegar hún er komin kemst þú ekkert út. Ekki strax, ekki fyrr en hún hefur lokið sér við þig. Samt sem áður, ef maður staldrar við og horfir, sér maður...