Þetta er orðið frekar sorglegt, hver bardagi er eins og endursýning af síðasta. Jones hefur ekki barist við alvöru andstæðing síðan hann barði James Toney árið 1994. Spurningin er hversu harður maður á að vera við Roy, það er varla honum að kenna að það er enginn með hæfileika í létt þungavikt. Auðvitað hefði hann samt löngu átt að vera búinn að stúta Dariusz Michalczewski. Ég er farinn að halda að hann muni aldrei berjast við menn á við Calzage, Hopkins (aftur), Jirov, eða Ruiz. Ég held þó...