Minn skilningur á Guði er að hann er Karma, Buddah, Guð, Allah og allt þetta sem ein heild. “Hann” er það góða í okkur og það sem við notum til að ná í styrk þegar við þurfum á því að halda. Hvort sem hann er “til” eða ekki þá trúi ég á “hann” og það hvað aðrir trúa á er þeirra mál og er bara gott mál. Svo lengi sem trúin þín hefur ekki áhrif á nágrana þína tel ég að trúin sé frábær og geti hjálpað manni mikið í lífinu. Ég mun samt aldrei ná að útskýra almennilega í orðum það sem mér finnst...