Er þörf á því að hafa rétta stafsetningu og gott málfar á netinu? Ég held ekki. Ég held að það sé þörf á því í fjölmiðlum, skóla, almennu lífi. En á netinu? Neibb. Afhverju? Vegna þess að það er ómögulegt að gera það. Við höfum hérna saman komna einstaklinga með ólíkan bakgrunn, ólíka menntun, ólíkar skoðanir. Sumir búa í útlöndum, aðrir þjást af lesblindu, sumir af leti osfrv. Eigum við að hefta aðgangin þessa fólks af umræðuvefum sem þessum?