Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Stjórnendur..?

í Smásögur fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Sæll. Það var nú bara svolítið stjórnandaleysi hérna en núna munum ég og Meath reyna að redda þessu saman.

Re: farðuburt!

í Tilveran fyrir 17 árum
Ah, litlu börn. Dagar forsíðukorkanna eru mér ennþá greiptir í minni. Þið hefðuð átt að vera hérna þá.

Re: 350kr.- urðu að 600kr.- Reikningur frá Skjánum.

í Tilveran fyrir 17 árum
Sömuleiðis. Og vídjóleigur eru ekki að halda uppi miklum starfsmannakostnaði, þetta er oftast ein hræða sem situr þarna, borar í nefið og borðar nammi á meðan hún bíður eftir næsta viðskiptavini. Á stórum leigum kannski 2-3. Svo er auðvitað húsnæðiskostnaður og þessháttar. En á dögum þegar bensínverðið er svona hátt, þá er þetta örugglega allt að koma út á svipaðan hátt.

Re: 350kr.- urðu að 600kr.- Reikningur frá Skjánum.

í Tilveran fyrir 17 árum
Ég veit líka um leigu sem leigir gamlar myndir á 200 kr. En það er ekki það sem ég sagði, ég sagði að flestar leigur væru með þetta á 650 kr.

Re: Stopp umferð

í Tilveran fyrir 17 árum
Það er ekki það sem ég átti við. Ég átti einfaldlega við að það er ekki ríkisstjórninni að kenna þótt heimsverð á olíu hafi hækkað. Þeir eru ekkert að hækka skattana. Þeir eru í raun bara ekki að gera neitt. Og það er mín skoðun að þeir eigi ekkert að vera að því. Eins og einhver nefndi er miklu betra að hafa þessa skatta til að falla aftur á þegar þetta er orðið raunverulegt vandamál. Sem það er ekki í augnablikinu, að mínu mati. Ég hugsa að flest okkar geti hæglega minnkað bensínneysluna...

Re: 350kr.- urðu að 600kr.- Reikningur frá Skjánum.

í Tilveran fyrir 17 árum
Það ætti að vera almenn vitneskja að seðilgjald á reikningi er alltaf 250 kr. Ef þú biður hinsvegar sérstaklega um að fá ekki sendan reikning heim, þá þarftu ekki að borga þessar aukakrónur. Annars eru 600 kr. fyrir leigða mynd mjög góður díll miðað við að flestar vídjóleigur leigja nýjar myndir á 650 kr. og þá þarftu líka að koma þér á leiguna.

Re: Stopp umferð

í Tilveran fyrir 17 árum
Það er alls ekki almenningur á bakvið þessar aðgerðir. Ég persónulega styð þær ekki ásamt mörgum sem ég þekki. Ég er hjartanlega sammála því að oft látum við Íslendingar ríkisstjórnina vaða yfir okkur. En hækkandi heimsverð á olíu er að mínu mati ekki neitt sem kemur ríkisstjórninni við.

Re: Mótmæli.

í Tilveran fyrir 17 árum
En kannski verður eitthvað það ef það er bara nógu mikill hvati til þess að þróa það.

Re: Mótmæli.

í Tilveran fyrir 17 árum
Þótt það sé einn bíll á mínu heimili átti ég ekki endilega við að það væri raunverulegt markmið allstaðar. Ég átti einfaldlega við að á flestum heimilum er til meira af bílum en nauðsynlega þyrfti. Þetta á ekki að snúast um þægindi.

Re: Mótmæli.

í Tilveran fyrir 17 árum
Ég er samþykk skattlagningu stjórnvalda á bensíni ef það verður til þess að vetni sem orkugjafi bíla verður raunverulegur valkostur. Ég var á bíl í eitt ár. Svo varð hann ónýtur og ég fór með hann á haugana. Nú tek ég strætó, labba og fæ lánaðan bíl ef ég virkilega þarf þess. Það þarf ekki nema einn bíl á heimili. Skipuleggið ykkur bara.

Re: Skátastarf - Væntingar og langþreyta

í Skátar fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég held að flestir sem hafa verið skátar í einhvern tíma kannist við þetta. Fólk nennir einfaldlega ekki að vera nógu lengi í skátunum til að gefa yngra fólki séns á því að þurfa ekki að verða foringjar 15 ára.

Re: úff, ég þoli þetta varla...

í Rómantík fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ég skildi hana. :P

Re: Fréttatilkynning frá Istorrent ehf.

í Netið fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Bara nokkuð vel orðað. Og auðvitað ekkert hægt að setja út á íslenskuna í þessu. ;P

Re: istorrent lokað?!?

í Deiglan fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Já, það er líka það sem mér fannst vera smá dodgy, að maður gæti keypt sér hlutfall. Hinsvegar skil ég vel að það þurfi peninga til að reka þetta, svo lengi sem hann var ekki að græða á þessu.

Re: Ds Orgía

í Skátar fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Notum skátaklúta sem blindfold. Eiginlega eini munurinn sko.

Re: Örvar eða LoveStar?

í Bækur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Haha, fyndið enginn skuli hafa tekið eftir þessu áður. En ég verð að syrgja þig með því að ég get ekki breytt greininni.

Re: Strætó

í Deiglan fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Það á náttúrulega ekki að einkareka strætó. Það er bara rugl. Það kostar peninga að reka strætó og þannig er það bara. Það væri örugglega ódýrara fyrir ríkið til lengri tíma litið að halda uppi góðu og ódýru strætókerfi sem fólk notar heldur en að eyða öllum þessum milljörðum í viðgerðir á götum borgarinnar.

Re: TF WTF

í Smásögur fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Já. Uppbyggingin var flott og vel plönuð en sagan virtist þó vera skrifuð í smá flýti. Þú hefur gert betur í þeim efnum ;P Ég er samt bara að væla af því að þú skrifaðir “rauðann dauðann” en þegar karlkyns lýsingarorð enda á -an á bara að vera eitt n, semsagt rauðan dauðann. Þó er ég yfirleitt frekar hrifin af íslenskunni þinni, góður orðaforði. Samt mjög kúl. Lokasenan er mjög myndræn, maður sér þetta alveg fyrir sér. Maður fattaði líka um leið og þú fórst að segja frá Andra að vélin myndi...

Re: Málarinn

í Smásögur fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Tíhí. Takk.

Re: Málarinn

í Smásögur fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Hún hefði nú ekki verið neitt góð ef það hefðu ekki verið neinar vísbendingar um endann í sögunni. Þá hefði hann bara komið svona út í bláinn og ekki verið neitt sniðugur. ;P

Re: Mjög mjög dauð

í Smásögur fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Nafnið stendur fyrir sínu. Maður tapar ekki á að lesa sögur eftir nologo ;P Mjög flott gert. Annars er þetta eitt það óþægilegasta sem ég hef lent í, þegar heilinn á manni vaknar en líkaminn er ennþá sofandi. Ég lendi stundum svo oft í þessu að ég er farin að kvíða fyrir því að fara að sofa. Tips: gerist oftast þegar það er heitt inni hjá manni eða þegar maður er að reyna að sofa meira en æskilegt er, semsagt maður er ekkert þreyttur lengur en nennir bara ekki framúr.

Re: Er fólk byrjað að pakka sem ætlar á alheimsmót?

í Skátar fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Maður er rétt byrjaður að vigta eitthvað.

Re: Heimatilbúnar Gúmmí-Túttu Tevur??

í Skátar fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Hmmm. Ég trúi bara ekki að þú hafir ekki vitað að hann væri rauðhærður svo ég ælta ekki að hlæja.

Re: Hverjir eru hvar?

í Skátar fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Viðeyjarsveit, Ægisbúar og Strókur, verða á Mangroove svæðinu. Gulur litur, lukkudýr krókódíll. Svo verðum við í heimagistingu í Glouchestershire.

Re: Ný lög í Bretlandi

í Deiglan fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Þetta var með verri greinum sem hef lesið í langan tíma. Ég mæli með því að næst lesirðu það sem þú skrifar áður en þú sendir það inn. Jafnvel upphátt, til að heyra hvernig það hljómar. Punktar, kommur og hnitmiðaðar setningar eru vinir þínir. Og stjórnandi, af hverju baðstu ekki um að greinin væri lagfærð áður en hún var send inn? Annars er ég nokkuð sammála því sem kemur fram í greininni. Þetta er ekki rétta leiðin til að tryggja jafnrétti til náms. Hinsvegar getur oft reynst erfitt að ná...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok