Ég lærði alltaf heima í 8. bekk. Í 9. bekk hætti ég því gjörsamlega af því að ég fattaði að ég fékk 9 og 10 á öllum prófunum þótt ég lærði ekki heima og lítið fyrir prófin sjálf. Þegar ég kom í menntaskóla fór ég að gera mér grein fyrir að ég þyrfti að fara að læra heima en lét það ekki gerast, eyddi frekar mörgum klukkutímum í að læra fyrir skyndipróf. Hefði verið miklu auðveldara að taka þetta í smá bútum, eyða klukkutíma í heimalærdóm á hverjum degi.