Þetta er hin besta skemmtun. Aðalleikararnir vita allir hvað þeir eru að gera fyrir utan það að aðalleikonan er að syngja aðeins fyrir ofan sín takmörk á tímabili. Annars er þetta mjög vel gert, uppsetningin á sætunum gagnvart sviðinu er líka óhefðbundin sem gerir leikritið mjög skemmtilegt og maður er einhvernveginn inni á sviðinu allan tímann, beint inni í miðjunni á sögunni. Ég mæli eindreigið með því að þú kíkir á þetta.