Ég ætla bara að gera eins og allir hinir… : MIG langar. Sögnin að langa er nefnilega í þessi tilfelli ópersónuleg. Fyrir þá sem ekki vita eru ópersónulegar sagnir þær sagnir sem standa með fallorði í aukafalli. Kíkjum aðeins á beygingu sagnarinnar að langa í þessu tilfelli: mig langar þig langar hann/hana/það langar okkur langar ykkur langar þá/þær/þau langar Eins og þið tókuð kannski eftir breyttist form sagnarinnar ekki neitt, sama með hvaða persónu hún stóð. Þetta er líka eitt af...