Jah, ég er alls ekkert á móti því sem þú segir. Enda minnir mig að ég hafi skrifað að ég gerði mér grein fyrir því að sumir ættu erfiðara en aðrir. Ég skrifaði heldur aldrei að þunglyndi væri ekki sjúkdómur og að það væri eitthvað auðvelt. Ég benti einfaldlega á því að það væri ekki hægt að græða mikið á því. Kannski er ég meira að benda á fólkið sem að er í rauninni ekki þunglynt en býr til þannig andlit af því að það er “í tísku”.
Ég sé ekki hvernig þú ætlar að halda þetta loforð þitt. Hvernig ætlarðu að komast að því hver kaus þig? Kusum við þig ekki bara öll ef þú vinnur, þannig að þú verður að gefa okkur öllum smákökur?
Þýtt orðtak. “It grew on me.” Ekki góð íslenska að gera svona, það skal sko viðurkennast. Að nota orðið “sko” í setningu er heldur ekki góð íslenska. Gæsalappirnar sem ég nota eru líka úr ensku.
Þetta er geðveikt gott. Hefurðu virkilega aldrei smakkað svona? Ég hef verið að éta þetta síðan ég var lítill krakki. Reyndar vildi ég ananansinn ekki þá, en hann óx á mér…
Það er það sem korkurinn snýst um. Það er oft þannig en stundum kaupir mamma ananas sem er ekki með þannig. Ég var að kvarta yfir dósum sem eru ekki með toga-í dæmið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..