Ég sá ekki alveg tenginguna á milli Erum við ekki öll jöfn fyrir Guði? og þvottavélasögunnar. En hvað sem því líður hef ég þetta um málið að segja: Þó svo að Biblían geti kennt okkur margt getur hún ekki kennt okkur allt. Hún er ekki leiðbeiningabæklingur um það hvernig skal halda ósonlaginu í lagi eða lækna lungnabólgu. Eins og einhver sagði, Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Lesum Biblíuna til þess að skilja boðskapinn, nýtum okkur vísindin til að framkvæma.