Það er samt ekki Guð sem læknar hann á endanum, það er hann sjálfur. Það má segja að hugmyndin um Guð hjálpi manninum en þá skiptir samt ekki máli hvort hann sé til eða ekki. Ef Guð er nú ekki til, þá mætti ennþá segja að “Guð læknaði fólk”. Hann þarf ekki að vera til, maðurinn læknast samt af því að það er hans eigin viljastyrkur sem heldur honum lifandi. Þetta hlýtur að teljast rökvilla að fullyrða að Guð lækni fólk. Réttara væri að segja að hugmyndin um Guð læknaði fólk.