Þetta er ekki svo flókið. Tekur eitthvað skyr, setur góða slettu af því í tækið. Svo tekurðu ávextina sem eru til, bætir þeim í, fer eftir því hvað þú vilt hafa bústið þykkt hvað þú setur mikið. Bananar, perur og hverskonar ber henta yfirleitt best. Hef samt ekki prófað að setja vínber í þetta. Um að gera að prófa sig áfram samt. Slatta af klökum og mixa. Sumum finnst gott að setja kókos eða jafnvel smá súkkulaðikurl á nammidögum saman við. Voila!