Það er nú ekki hægt að alhæfa alveg um þetta, en hnakkafólk á oft auðveldara með að komast upp með hitt og þetta vegna vinsælda á meðan nördarnir þurfa að hafa miklu meira fyrir lífinu og vera miklu gáfaðri. Þess vegna held ég að nördar lendi oft í því að læra miklu meira af reynslunni nú eða bara með því að lesa sér til um hlutina af því að þeir eyða kannski ekki jafn miklum tíma í kringlunni eða að gera Guð-veit-hvað-þessir-hnakkar-gera.