Ég bara held að þú vitir ekki alveg hvað fordómar eru. Svo ég vitni í vísindavefinn, þá eru fordómar neikvæð eða jákvæð afstaða til manna eða málefna, afstöðu sem eigi rætur sínar í alhæfingu um einkenni þeirra sem tilheyra tilteknum hópi. Forsenda fordóma er fáfræði, og það sem þú ert í rauninni að hvetja til er aukin heimska. Þannig að fordómar geta eiginlega ekki verið kveikjan af neinni málefnalegri umræðu, því að kjarni fordóma er akkúrat sá að þeir eru ekki málefnalegir.