Ég veit, þetta er svo hallærislegt. Frakkland var draumur no. 1, 2 og 3 hjá mér, en af því að ég er ‘90 módel þá er bara enginn séns :) ein konan á AFS sagði að það væri því að þegar frakkar verða 18 þá fara þeir í háskóla og AFS sé ekki hugsað fyrir háskóla.. ég spurði þá hvort ég mætti þá bara ekki vera með ’91 módelum í bekk, en neinei.. það var ekki í boði. Fáranlegt alveg. Annars er ég þá bara að bíða eftir svari frá Venezúela, væri heví sátt við að komast þangað :)