Man þegar einhver kelling var að saka mig um að hafa ekki látið hana fá kortið hennar aftur eftir að ég hafði afgreitt hana 5 mínútum áður.. Eftir svona hálftíma nöldur, öskur og ásakanir í henni fór hún loksins, en skildi nú auðvitað númerið sitt eftir ef ég myndi finna kortið hennar :) Tuttugu mínútum seinna kom maðurinn hennar og sagði að kortið hennar hafði fundist. Að hún hafi ekki komið sjálf og beðist almennilega afsökunar finnst mér alveg stórmerkilegt.