Úff, ég og kærasti minn lentum í bílslysi fyrir jól eða eitthvað. Var svo mikið krap að allt í einu rann bíllinn 90° til vinstri og keyrði útaf, var ennþá á ferð þegar hann var kominn útaf, fórum á hlið og hefðum farið á hvolf held ég hefðum við ekki keyrt á þúfu, sem rétti okkur við og stoppaði okkur. Vorum samt ekki með eina einustu skrámu á okkur :) Svo má til gamans geta að 2-3 aðrir bílar keyrðu út af sama vegi þetta sama kvöld.