Og það var helst í fréttum að orsakir hins sögulega öfluga suðurlandsskjálfta sem reið yfir Ísland í gærmorgun er enn óþekktar. Skjálftinn mældist 9,5 stig á Richter, lagði alla byggð á Suðurlandi í eyði og sendi frá sér höggbylgu sem ferðaðist þrisvar í kringum jörðina áður en hún staðnaði. Flóðbylgjur riðu yfir strendur landa á öllu norðurhveli og er manntjón enn óþekkt, en talið standa í tugum milljóna. Sértrúarhópar um allan heim hafa lýst þessum atburði sem upphafi endalokanna. Bætt við...