Við viljum endilega ekki alltaf það sem er hagkvæmast. Ég meina, þróunin stefnir auðvitað í þessa átt, en ég tel að við höfum talsvert vald yfir hvort við leyfum því að gerast. Mismunandi tungumál eru bara eitt af hlutunum sem aðskilja menningarheima manna og gefa okkur smá fjölbreytni, gætir líkt þessu við lúpínu sem er að ryðja sér yfir aðra flóru, auðvitað er þróunin lúpínunni í hag, það er bara náttúrulögmálið, það þýðir samt ekki að við viljum sjá náttúruna breytast í fjólublátt...