Ég væri til í að trúa á guð af öllu mínu hjarta. Ég er viss um að ef ég hefði raunverulega, sanna trú á að ég myndi lifa eftir dauðann þá yrði tilvist mín öllu bærilegri, að vandamálin, raunirnar sem ég þarf að berjast við á hverjum degi yrðu ef til vill þolanlegri. En ég get það ekki. Og ég tel ég að það sé einfaldlega ekki raunhæft fyrir nokkurn mann að geta það. Ég er ekki að staðhæfa að ég sjái inn í huga trúaðs fólks, en ég tel að jafnvel hinir heittrúuðustu geti einfaldlega ekki hunsa...