Ég óttast ekki sársauka, mér finnst til dæmis gaman að finna fyrir nálinni lengst inni í gómnum á mér þegar ég fer til tannlæknis og finnst gaman þegar hann borar þegar maður er svo deyfður. Og ég held að ég hafi ekki hætt við neitt vegna ótta við sársauka, nema þegar ég var lítill mögulega. Mig langar alls ekki til að deyja en það er staðreynd sem að ég er löngu búinn að sætta mig við. Ég myndi fórna mér fyrir fjölskylduna mína en ekki séns að ég myndi fórna mér fyrir heiminn, heimska,...