Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Rx7
Rx7 Notandi frá fornöld 1.174 stig

Varúð við tölvukaup (27 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Eftir að hafa séð heilann haug af mjög varhugaverðum tilboðum hjá hinum ýmsu tölvubúðum langaði mig bara að koma með nokkrar ábendingar um það hvernig fólk getur varast að láta taka sig í ósmurt kakóið þegar verið er að kaupa tölvur. Í fyrsta lagi þarf alltaf að passa sig á hvernig móðurborð er í vélinni, þetta er ein vinsælasta leiðin hjá tölvubúðum til að reyna að græða soldið extra á fólki. Passið að móbóið sé frá framleiðanda sem þið treystið og að það sé örugglega týpan sem virkar best...

Flash Drif á stærð við kveikjara (5 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 4 mánuðum
EasyDisk heitir græjan og er hún lítið flash module sem tengist við tölvuna þína í gegnum USB. Easydisk fæst nú þegar í stærðum frá 16MB uppí 128MB og í þessum mánuði kemur 256MB týpa og svo er ekki langt að bíða að 512MB útgáfa líti dagsins ljós. Tækið kemur meira að segja með sínu eigin hulstri og er hægt að smella því á beltið ásamt öllu hinu ruslinu (GSM, MP3 spilara osfrv…) þó að bara þeir allra sorglegustu gangi með eikkað sona drasl á beltinu sínu. Gagna hraðinn á þessu er að visu...

Single-Chip Breiðbands Modem (0 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Fyrirtækið Broadcom hefur gefið út breiðbands modem sem fyrir utan að geta höndlað allt uppí 48Mbps og styðja alla nýjustu staðla kemst fyrir í einni flögu. Módemið styður einnig dual loftnet til að auka gagnaflæði. Þetta þýðir að bráðum fer maður að geta downloadað allskyns drasli í palmtoppinn sinn, talað yfir netið (VoIP) og horft á streaming video. Eina vandamálið er að stykkið kostar $60 í 10000 eininga sendingum. Verðið á þó vonandi eftir að lækka í framtíðinni. Fengið af <a...

Hverjir gera bestu CD-R Diskana? (0 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 4 mánuðum

Áttu laptop eða palmtop? (0 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 4 mánuðum

Hverjir gera bestu skrifarana? (0 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 5 mánuðum

20X CD-R frá Yamaha (13 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Yamaha var nýlega að setja á markað geislaskrifara sem getur skrifað á 20X hraða sem þýðir að hann er 3:50 að skrifa heilan geisladisk (theoretical hraði). Í raun var hann 4:59 að skrifa 79mín geisladisk í prófun sem Toms Hardware Guide gerði. Þrátt fyrir það er hann samt allra sneggsti skrifarinn á markaðnum. Þegar maður er farinn að tala um svona mikinn hraða þá koma alltaf upp vandamál með hið hataða Buffer Underrun. Yamaha hefur þó hugsað fyrir því með því að setja í drifið svokallaða...

Hljóðlaust Hart Drif (8 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Það kannast allir við brakið í tölvunni þegar harði diskurinn er að seeka (finna stöff á disknum). Mér hefur reyndar alltaf fundist þetta hljóð hálf þægilegt því að þá veit maður hvenær eikkað er að gerast ossollis. Kallarnir hjá Seagate eru hinsvegar ekki sammála mér. Þeir hafa búið til harðan disk sem fyrir utan að snúast á 7200rpm, geta tekið 80GB, hafa 8,9msec meðal seek tíma og flytja 69,3MB á sekúndu (sem er nú bara nokkuð gott), er nærri alveg hljóðlaust. Drifið notar SoftSonic FDB...

Hvernig örra ertu með? (0 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 6 mánuðum

DDR eða RDRAM? (0 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 6 mánuðum

Blár Laser - Fjórfalt meira á CD,DVD osfrv... (9 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Elantec Semiconductors kynnti nýlega nýjan Laser-díóðu driver (dæmið sem stýrir lasernum) fyrir bláa/fjólubláa laser geisla. Venjuleg geisladrif notast við rauða/innrauða geisla sem hafa sveifluvídd uppá 780-850nm (innrautt) og 635-670nm (rautt). Bláir geislar hafa sveifluvídd uppá aðeins uþb 400nm. Þetta hljómar kannski eins og óskiljanlegt bull en þetta þýðir að hægt er að einbeita geislanum á minna svæði og þar með gera pittina (það sem laserinn skrifar/les af diskum) miklu minni sem...

500 MB á Tíkalli (1 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Imation sem er fyrirtæki sem meðal annars framleiðir skrifanlega geisladiska og Dataplay hafa hafið samstarf um framleiðslu á pínulitlum geisladiskum sem eru 5mm stærri en tíkallar og geta geymt allt að 500MB. Þessum litlu diskum svipar til MiniDiska í útliti en í staðinn fyrir að vera á stærð við 2 eldspýtupakka verða diskarnir aðeins 32mm í þvermál. Þó að þessir diskar komi varla til með að komast í almenna notkun þá er alltaf gaman að sjá dót sem maður hefur séð í Sci-Fi myndum koma fram...

61" Plasma Risi frá NEC (11 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Meðan að flestir eru að bíða óþreyjufullir eftir því að nýju LCD framleiðslu aðferðirnar sem IBM og aðrir þróuðu geri LCD-ana soldið ódýrari svo við getum farið að hugsa um að fá okkur þá fer NEC beinustu leið yfir í overkill-ið. NEC var að tilkynna nýjustu viðbót þeirra við LCD skjámarkaðin: PlasmaSync 61MP1. Þessi risi hefur upplausn uppá 1365 x 768 XGA og meðal þess sem hann styður eru tvær skjámyndir á sama skjá (split screen), mynd-í-mynd, digital zoom og einnig er hægt að tengja...

Er Solid State framtíðin? (10 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Nú virðast flestöll tæknifyrirtæki sem vilja láta taka sig alvarlega vera komin með stór flash drif sem flest eru tengd við SCSI eða RAID eða fiber sem ég kann ekki alveg skil á en er víst það nýjasta og besta (dýrasta líka). Þessi hafa enga hreifanlega parta og því heyrist ekkert frá þeim, þau þola mikinn hristing og gífurlegar hitasveiflur (frá -25°c til 75°c) og síðast en ekki síst hafa þau sóknartíma sem innra minni gæti verið stolt af (ok meðan það er ekki DDR eða RDRAM). Ég veit að ég...

Nvidia gefur út nýtt Móbó Chipset (4 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Nvidia afhjúpaði í gær Nforce sem er nýtt chipset fyrir móðurborð. Þetta chipset er mjög tilkomumikið og þegar maður les yfir listann um hvað þetta chipset á að gera; eins og til dæmis að auka vinnsluhraða Athlon örgjörva um heil 20% með tækni sem heitir DASP (Dynamic Adaptive Speculative Pre-Processor) sem spáir fyrir um hvaða gögn örgjörvann kemur til með að vanta og forsækir þau gögn. Síðan má nefna að inni í þessu chipsetti er innbyggt 3D chipsett en ekki eitthvað rusl eins og í i810 og...

Vatnskæling HowTo. (0 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Hérna eru <a HREF= http://www.tomshardware.com/cpu/01q2/010528/index.html>leiðbeiningar</a> um hvernig maður getur búið til sitt eigið vantskælikerfi. Vatnskælikerfi vinna þannig að í staðinn fyrir að hitanum sé blásið burt frá örranum með viftu dregur vatnið í sig hitann sem svo er kælt á vatnskassa. Kerfið virkar nokkurnvegin alveg eins og kælikerfi bíla. Því má bæta við að vatnskælikerfi kæla betur en nokkuð viftu og heatsink combo. Kerfið sem hér er sýnt kældi Athlon 1000 niður í 24°C!...

32MB á 1.44" Floppy (13 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Fyrirtækið Addonics kynnti nýlega nýtt disklingadrif sem fyrir utan að vera utanályggjandi, tengjast við USB, geta komið fyrir 240MB á sérstökum Superdisk240 disklingum, 120MB á gömlum Superdisk120 disklingum getur einnig komið fyrir heilum 32MB á venjulega 1.44" diskettu. Drifið heitir Pocket Superdisk 240 og kostar í útlandinu $199 Ekki nóg með að þetta geti komið 32MB á venjulegan floppy (þó maður þurfi væntanlega að lesa með samskonar drifi) þá getur maður flutt fleiri hundruð MB á milli...

64-bita örri frá AMD og Transmeta (6 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Fyrirtækin Advanced Micro Devices (AMD) og Transmeta (þeir sem gerðu Crusoe laptop örrann) hafa hafið samstarf um hönnun á nýjum 64-bita örra sem mun vera í beinni samkeppni við Itanium frá Intel. Hinn nýji 64-bita örri mun nota nýtt instruction set sem heitir x86-64. Þetta sett er byggt á gamla góða x86 og mun því ekki þurfa að reyða sig á að heimurinn taki sig til og hendi öllum gömlu góðu 32-bit forritunum í ruslið á einu fati. Það er farið að dimma allmikið hjá Intel því að amk eins og...

400GB 2003 (19 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 7 mánuðum
IBM hefur tilkynnt að þeir séu komnir með tækni sem muni árið 2003 hafa allt uppí fjórfaldað geymslugetu harðra diska. IBM segir að árið 2003 búist þeir við að geta komið fyrir 100GB á einni fertommu á hörðum drifum. Nýja tæknin felst í því að setja þriggja atóma þykkt lag af Rothium sem er sjaldgæfur málmur sem hefur svipaða eiginleika og platína milli tveggja segullaga. Vísindamenn hjá IBM kalla rothium lagið “pixie dust” (álfaryk) en tæknin heitir á vísindamáli...

3D LCD Skjár (5 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það kannast flestir við gömlu 3D “kíkjana” sem maður setti pappadisk með fullt af litlum slides-um inní og kíkti svo í gegn og sá myndirnar í þrívídd. Næsta skref þar á eftir voru headsett með tveimur litlum skjáum sem maður -átti- að geta séð hluti í þrívídd í. Svo koma gleraugun sem maður tengdi við TNT2 kortið sitt og gat þá ótrúlegt en satt séð hluti í þrívídd á skjánum sínum. Vinur minn á sollis og ég held að hann hafi náð að láta það virka svona einusinni. Nú er hinsvegar komin ný...

Svona kemurðu í veg fyrir að 7110 frjósi. (11 álit)

í Farsímar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Þar sem alveg ótrúlega margir 7110 notendur virðast eiga í vandræðum með að símarnir þeirra séu að frjósa þá bara varð ég að skrifa þetta. 7110 er ekki að frjósa út af gölluðum vélbúnaði eða lélegum örgjörva. Ástæðan er einfaldlega sú að firmware-ið er gallað og óklárað. Ég á 7110 og í fyrstu var hann stöðugt að frjósa (reyndar líka 5110-inn sem ég átti þar á undan) en núna er hann steinhættur að frjósa vegna þess að ég fór uppí hátækni (umboðsaðila NOKIA á íslandi) og lét uppfæra...

Örgjörvar 500 sinnum minni? (5 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 8 mánuðum
IBM hefur með nýrri tækni sem þeir hafa einkaleyfi á tekist að búa til nanótúbur úr kolefni sem hægt væri að nota til að búa til örgjörva sem eru 500 sinnum minni en núverandi kísil örgjörvar. Meðan minnstu kísil smárar eru 130 nanómetrar (0.13 míkron) í þvermál eru þessir nýju nanótúbu smárar aðeins 1.2 nanómetrar í þvermál. Kísil örgjörvar eru komnir að mörkum þess sem hægt er að minnka þá og það er alveg öruggt að þessir nýju nanótúbu smárar munu koma til með að gera mönnum kleyft að...

AMD gefur út fyrsta Athlon4 örrann (1 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Fyrsti Athlon4 örrinn frá AMD er kominn út og er hann ætlaður fyrir laptop tölvur. Þessi Athlon4 á að vera svar við Mobile PIII frá intel og er ætlað að hjálpa AMD við að ná fótfestu á kjölturakkamarkaðnum. Innan fárra vikna munu svo koma Athlon4 fyrir borðtölvur og dual CPU workstation líka. Athlon4 mun nota minna rafmagn og því framleiða minni hita, smárunum fjölgar um hálfa milljón eða úr 37 milljónum í 37,5 milljónir (duuuh), die-ið sjálft kemur líka til með að vera 8 fermillimetrum...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok