Það kemur gröftur í öll göt á meðan þau eru að gróa og stundum lengur. Mér finnst best að þrífa þetta bara í sturtunni með vatni eða væta aðeins eyrnapinna. EKKI sótthreinsa þetta. Sótthreinsi efni eru slæm fyrir göt og sérstaklega göt sem eru ennþá að gróa. Notaðu annaðhvort bara vatn, milda sápu eða saltvatnsupplausn. Getur keypt þannig í íslensku húðflúrstofunni minnir mig og bpa í tattoo og skart. Annars finnst mér best að þrífa bara götin mín í sturtunni með vatni.