Ég er búinn að vera stjórnandi á Huga í heilt ár, og tel mig nokkuð reyndan Hugara, ef svo má að orði komast. Ég samþykki greinar sem að uppfylla ákveðin skilyrði a.m.m. Þau eru kannski ströng, en þannig er það nú bara. 1. <i>Grein verður að hafa innihald og þjóna tilgangi.</i> Þetta er það algengasta sem kemur í veg fyrir að greinar séu samþykktar. Í hverri viku fæ ég allavega eina grein sem að er kannski 2-3 línur, og er það þá venjulega heimskuleg spurning eða fullyrðing viðkomandi...