Já, en Bad Boys 2, eins og svona 90% af öllum DVD myndum sem Elko bjóða upp á, er á norsku, þar með taldar pakkningarnar og textinn. Mér finnst það í raun alveg óásættanlegt að kaupa kvikmyndir í öðru formi en á upprunalega tungumálinu. Svo ekki sé minnst á að oftar en ekki vantar íslenskan texta á myndirnar sem Elko selur, sem mér finnst virkilega lélegt miðað við að þetta eiga að vera ‘skandinavískar’ útgáfur. Samt er íslenskur texti á nánast öllum öðrum DVD myndum sem gefnar eru út á ensku?