PAL leikir sem gefnir eru út af Nintendo (T.d Mario Sunshine, Luigi's Mansion, Super Smash Bros. Melee) og sumir 3rd-party titlar (Rogue Leader, Resident Evil) koma allir innbyggðir með PAL60 stuðningi, þ.e.a.s. halda niðri B í bootinu til að velja 60Hz upplausn. Mun betri hraði og skarpari grafík og þú þarft bara sjónvarp með PAL60 stuðningi, ekki neinn RGB-kapal. (Þó það bæti myndgæðin umtalsvert) Því miður koma PAL GC leikir ekki með progressive scan, enda bara fítus fyrir HDTV...