Mér finnst hann frábær og persónulega besti leikurinn á GameCube til þessa. Að geta ekki streifað skipti mig litlu máli, þar sem þú getur gert það þegar þú ert með lock-on á óvini og það eru einu skiptin sem þú þarft á því að halda. Metroid Prime, eins og allir leikirnir í seríunni, leggur áherslu á að kanna og skoða. Þú þarft ekki að skanna allt sem þú sérð, en það veitir þér vissulega meiri upplýsingar. Mér fannst þó tónlistin og grafíkin gera útslagið. En sitt sýnist hverjum.<br><br>-...