Ég lenti í þessu sama í FM 2006 þegar ég var með Juventus og þurfti að keppa við Milan einu sinni í deildinni, tvisvar í undan úrslitum í ítalska bikarnum og tvisvar í átta liða úrslitum í meistaradeildinni. Svo árið eftir lenti ég í þessu nákvæmlega sama, á sömu stöðum í öllum keppnum og ég gæti alveg trúað að þetta hafi verið á sömu dögum líka. Þetta er án efa það leiðinlegasta sem ég hef lent í á mínum Manager-ferli, og seinna árið hætti ég að spila leikinn í nokkrar vikur út af þessu....