Ég læt ekki hegðun fólks trufla mig að ástæðulausu, þannig ég hef ekkert á móti hnökkum né öðrum. Það skiptir mig nákvæmlega engu máli ef einhver gaur úti í bæ vill vera brúnn og með strípur, eða eitthvað álíka. Að sama skapi er mér alveg sama þótt einhver annar vilji vera í leðurfrakka og sítt hár. Það kemur mér ekkert við hvað fólk gerir eða hvernig það er.