Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: BMW M5 E34.

í Bílar fyrir 23 árum
Síðan ég sá myndina Ronin hef ég verið veikur fyrir S8. ég mundi ekki skammast mín á einum svoleiðis =)

Re: 80-120kmh ?

í Bílar fyrir 23 árum
Ég skammast mín nú næstum því enn jæja 3ja gír 8,8 4ja 16 fimmta, nenntum því ekki.. en þessi bimmi þinn, hvað eru margar hryssur í honum? <br><br>®Refur98

Re: BMW Z5

í Bílar fyrir 23 árum
mér finnst hann nú ekki ljótur, en luktinar og grillið er soldið að skemma. En finnst ykkur hann ekki svipa til TVR Tamora?.. allt nema grillið og ljósin. og þá sérstaklega skottið(sem reyndar er ljótasti hluti Tamoru) Enn þessi X9 eða hvað hann hét.. skelfilegur og Dísel þar að auki. jæja takk að sinni Kodak

Re: The Nightmare Before Christmas

í Kvikmyndir fyrir 23 árum
Ójá! þetta er líka ein af mínum uppáhaldsmyndum, tónlistin er alveg æði. Elfman-Burton blandan klikkar ekki. ****/**** Ég fékk soundtrackið úr myndinni í Japis á Laugaveginum. Það var í haust þannig að líklegast er ekki til meira… ég sá allavega bara þetta eina eintak og var fljót að hrifsa það til mín :) Annars fæst allt á Amazon eins og aðrir eru búnir að nefna. refu

Re: Konur á jeppum

í Bílar fyrir 23 árum
Framapota kerlingar eru verstar, sérstaklega sirka 35 ára. Ég er með quote af einni svoleiðis “Það besta með að vera á jeppa er, maður þarf ekkert að hugsa um hina bílana á götunum.” ef maður þarf meirapróf til að keyra 350 Econoliner núorðið finnst mér það líka eiga við um þessa jeppa.(ekki það að ég vilji taka meirapróf)<br><br>®Refur98

Re: Nöfn ?

í Kettir fyrir 23 árum
Við eigum líka 3 kisur 2 ára fress sem heitir Guðmundur. Við fengum ekki að nefna hann. Mér fyndist líka passa að kalla hann Benjamín dúfu því hann gefur nær alltaf frá sér eitthvað kurr í staðinn fyrir mjálm. 2 ára læða, systir Gumma. Hún heitir Skottís, kölluð Skotta. Þetta var bara nafn útí loftið… 1 árs litli systursonur Skottu og Gumma heitir Gormur. Hann er kallaður ýmist Loðnagerpi eða Feitaskott (eða knúsidýr!) því hann er þvílíkt loðinn og með rosalega breitt og mikið skott. Hann...

Re: Að dansa með köttum

í Kettir fyrir 23 árum
Híhí, mig langar geðveikt að prófa þetta :) Ég hef líka séð bók sem heitir “kettir sem mála” eða e-ð þvílíkt. Þar er sagt að kisur geti málað myndir, bæði af eigin hugmyndaflugi og það sem þær sjá. Þetta var samt full gróft því þarna voru myndir kattanna greindar og sagt að þessi og þessi köttur sé realísti eða súrrealísti eða þannig háttar. Miklar pælingar… Refu

Re: Franska gengilbeinan, hún Amélie frá Montmartre.

í Kvikmyndir fyrir 23 árum
La Cité des Enfants Perdus er barasta ein af uppáhaldmyndunum mínum, sérstaklega útaf útlitinu og súrrealismanum í henni. Ég ætla pottþétt að sjá þessa nýju mynd! Ég verð samt að vera forvitin hvort Jeunet hafi notað sömu leikarana og hann notaði í Alien… , Delicatessen og La Cité. Ég hef séð þessar tvær myndir eftir hann + Delicatessen og alltaf sá ég sama leikarann í þeim öllum og stundum fleiri en einn (t.d. maðurinn sem leikur klónana í La cite… er líka í hinum tveimur myndunum. Sama um...

Re: handbremsubeygjur ;)

í Bílar fyrir 23 árum
visuð þið að það er extra boot space í Yaris. í þessu plássi er stórt stígvél sem kemur ut og sparkar í hlið bílsins og flengir hann fleiri hringi ef maður togar í handbremsu í snjó. þótt maður standi kjur… kanski smá ykt en samt, þeir flengjast alveg rosalega ef maður tekur hammarra.<br><br>®Refur98

Re: WESTFIELD XTR2.......hraðari en?

í Bílar fyrir 23 árum
oohh maaaan… jæja. Caterham it is. og mér er svona sama um hljóðið, maður heyrir svo lítið í gegnum hjálma =)

Re: WESTFIELD XTR2.......hraðari en?

í Bílar fyrir 23 árum
Það væri nú geggjað að spyrna einum svona Club bíl á móti einhverjum amerískum risa kagga og sigra með mótorhjóla vél…=) svolítið sweet

Re: Þriggja milljóna króna draumabíll

í Bílar fyrir 23 árum
Ég fór og skoðaði þetta… þetta var svona nokkurnveginn rétt, soldið ýkt en samt. allt nema þegar kom að bremsuni. vita kanar ekki að maður getur bremsað með hjólum sem eru ekki drifinn….

Re: Aðlögum okkur að Nýbúunum.

í Deiglan fyrir 23 árum
Við eigum ekki að aðlaga okkur. Það endar bara ílla. sjáiði bara Svíþjóð, Danmörk o.s.f.v, Ég bjó í Svíþjóð í 10 ár. Það munaði engu að lög yrðu sett til að nýbúar fengu FORGANG á atvinnu markaði… Ég er ekki að segja að það endi svoleiðis hér. enn eitt leiðir að öðru, mér finnst að kokkarnir geti soðið fisk handa krökkunum þessi skipti sem svínakjöt er á matseðli.

Re: WESTFIELD XTR2.......hraðari en?

í Bílar fyrir 23 árum
Nei kallin minn. Menn kaupa TVR vegna þess að það er snilldar bíll. öðruvísi og kraftMEIRI enn Ferrari. Er Westfield með styrið vinstra meginn í boði.. svo er líka það að caterham hefur gifurlega reynslu, bilanatíðni lítil sem enginn.

Re: 5 lélegustu myndir allra tíma, hvað finnst ykkur?

í Kvikmyndir fyrir 23 árum
Plan nine from outer space. hún er snilld.. ég hló og hló að þessari. Anaconda…. uffff. Godzilla …… UFFFF Armageddon …. UFFFF UFFF. mér finnst altaf myndir sem eru að reyna að vera góðar en takast ekki(eins og ofannefndu) eru verri en þær sem eru ekkert sérstaklega að reyna að meika það(eins og Plan 9) fara yfir um og verða góðar aftur(eða smá allavega) mér fannst Xmen góð, en það er ein settning sem fær stórt mínus hjá mér. þegar Storm er að fara að gefa Toad stuð og segir “you know what...

Re: Spyrnutækni.....

í Bílar fyrir 23 árum
Mín virkar þannig að ef ég spóla smá minkar inngjöf smá, það er altilagi, enn ef ég spóla mikið bæði minnkar gjöf og bremsur taka inn. og við það er nánast allt momentum farið. Þetta er ekki gripstýring eins og á stóru aftuhjóls drifnu benzunum. þá væri bara best að bottna græjuna.

Re: Spyrnutækni.....

í Bílar fyrir 23 árum
Ég er með spólvörn á benzanum mínum(A-160), ef ég spóla lækkar kraftur út í hjól, þ.e. ef ég spóla er ég búinn að tapa spyrnuni. Það sem ég get gert er að taka ákveðið af stað. og passa þegar ég fer upp í 2-gír. annars spóla ég aftur.

Re: Caterham

í Bílar fyrir 23 árum
Svo er heldur ekki mikið af Caterham með stýrið vinstra meginn(kostar um 1000 pund) Svo er líka gaman að velja lit, týpu, dekk, felgur… já þú veist

Re: Þriggja milljóna króna draumabíll

í Bílar fyrir 23 árum
Þið sáuð greinina mína um caterham. Classic kostar 10þ£ blackbird 23500£ R500 31000£. Verðið á firebird er ekki á þeim verðlista sem ég fékk frá þeim.

Re: Playstation 2 + GT3 til sölu

í Bílar fyrir 23 árum
Afhverhu ertu að selja.. ertu ekki ánægður með tölvuna. bara spyr. Kodak <br><br>®Refur98

Re: Þriggja milljóna króna draumabíll

í Bílar fyrir 23 árum
en Lancer Evo… kostar hann ekki eins og WRX. hann hefur fengið betri dóma en WRX. ef ekkert annað mundi ég fá mér hann bara vegna þess að hann sést ekki hér á landi.. Erum við að líta á sportbíla eða öfluga fjölskydubíla.. ef það seinna vantar allavega volvo S40 Turbo. Hann mundi vinna þetta hjá mér. Kodak

Re: Caterham

í Bílar fyrir 23 árum
Count me in… R500 er týpa sem ég nennti ekki að fara út í. hann er 230 hö, 3.4 í hundrað. 460kg hann er líka dýrastur. helvíti öflugur. Porsche *Baahhh*

Re: Caterham

í Bílar fyrir 23 árum
Já… afsakið með demparana. ég átti við fjöðrun. þetta orð bara rataði inn…

Re: Innflutningur

í Bílar fyrir 23 árum
jújú.. nema hann spurði um trausta aðila<br><br>®Refur98

Re: Scooby Doo the New Doo.

í Kvikmyndir fyrir 23 árum
Ó Gvöð, ég haaaaata Scooooby-Doo alveg innilega. Ekkert nema dósahlátur og helvítis hundgerpið að vera hræddur og stökkva upp í fangið á öllum og svo allir að hlaupa fram og til baka meðan einhver draugur eða vondikall eltir þau. Ég er viss um að í helvíti er RISA heimabíó og ekkert í sjónvarpinu nema Scooby-Doo og önnur Hanna-Barbara sýra…. Ég fer ekki á þessa mynd, frekar horfi ég á allar myndir eftir Ed Wood í röð!! Refu
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok