Halló, tók eftir því að enginn er búinn að nefna námskeiðin sem t.d. Nýi Tölvu-og viðskiptaskólinn og Tölvu- og verkfræðiþjónustan eru með. http://www.ntv.is http://www.tv.is Báðir þessir aðilar eru með nokkur námskeið í forritun, ég er til dæmis að fara að taka eitt slíkt í haust sem inniheldur, C#, gluggaforritun í C# og gagnagrunnsforritun.
mér sýnist að ef þú biður um að láta senda þér þetta til íslands, þá skella þeir bara $96.47 shipping fee á þetta og hann ætti að komast til landsins, svo er náttúrulega vsk og eitthvað hérna heima. Og já, ég er sammála þér með Hawker-inn, skuggalega flottu
Ég er búinn að vera að skoða nokkra Agile gítara á rondomusic síðunni og mér sýnist þeir setja svona merkjapickuppa í svona mid-level gítara hjá sér (yfir $500 u.þ.b)
Takk fyrir svörin, það er best að skreppa í Rín næst þegar ég á leið í bæinn og prófa einhverjar týpur. Klárlega þarf maður svo að panta þetta bara sjálfur ef maður ákveður svo að kaupa svona græju.
góð þumalputtaregla varðandi kaup og innflutning á hljóðfærum í dag, er að taka $ töluna og margfalda með 200 cirka. Sem sagt $300 = ca. 60000kr, $400 = ca.80000kr o.s.frv. Bara smá tip og þetta á að sjálfsögðu bara við þegar dollarinn er á þessum slóðum 120-130 kr.
Var að horfa á þennan, þátt. Þetta er náttúrulega bara snilld, er sjálfur að byrja að grúska í þessum fræðum og það er náttúrulega bara frábært að svona nokkuð sé í gangi á Íslandi.
Halló, ennþá að leita? Ég á einn MXR SuperComp sem ég er alveg til í að selja. Hann er um hálfs árs gamall og nánast ekkert notaður. Hann er þinn fyrir um 7500 kall eða einhvern fínan chorus pedal ef þú átt svoleiðis. PM eða hinnraudi@gmail.com
Hehe, vinur minn var á ferðalagi í Indlandi fyrir nokkrum mánuðum og keypti sér svona lítinn ferðagítar frá Givson, hann ætlaði að reyna prútta eitthvað en hætti við þegar sölumaðurinn sagði við hann: “No, no, this is a genuine Givson!” Honum fannst þetta svo skemmtilegt að hann borgaði fullt verð fyrir gítarinn (Andvirði 2000 króna u.þ.b.)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..