Ég tek undir þessar áhyggjur af tísku-geðveiki íslenskra foreldra. Hins vegar þætti mér fróðlegt að vita hvaða reglur gilda um illa hirt börn. Þegar börn mæta illa eða ónestuð, óhrein, veik, illa til fara (í of litlum eða ónýtum fatnaði) og ekki klædd eftir veðri. Gilda reglur í íslensku leik- og grunnskólakerfi um það hvernig á að bregðast við slíkum vanda? Er rætt við foreldra út í hið óendanlega eða kært eftir tvö skipti? Þessi spurning hefur lengi böggað mig.