Ekki að það skipti miklu máli, en Judge Jules er sennilega með verstu útvarpsrödd sem ég hef á ævi minni heyrt. Hann var að leysa Pete Tong af í essential mixinu hans Benga og það var sárt að hlusta, mjög sárt.
já ég verð að eiga hana, því ef mig langar að hlusta á hana þá verð ég að eiga hana…right ? Á þetta hugarfar við alla veraldlega hluti hjá þér? Hvar liggja mörkin? Ég á ekki nærri því alla tónlist sem ég fíla og langar að hlusta á. Ég ætti ekki í mig og á ef ég ætlaði mér að eignast hana. Og ég sætti mig bara við það.
Þú rankar vonandi einhverntímann við þér og áttar þig á hvað það er rangt af þér að vera að rembast við að dreifa ólöglega fengnu tónlistinni þinni. Og ég skora á stjórnendur að eyða linknum á bloggið hans, engin ástæða fyrir að láta hann vera hérna.
Ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér finnst sorglegt hvað electro house og progg-rúnk er allsráðandi í öllum innflutningi í 4x4 geiranum á Íslandi. Ég veit vel að þetta er það “heitasta” í dag en fyrr má nú aldeilis fyrr vera.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..