Æ æ æ , það er gaman að þessu. Enn ein HP/LOTR umræðan… Ég veit ekki hvort að maður eigi að þora tjá sig hérna. Jæja, gerum það. Þó að ég á ábyggilega eftir að sjá eftir því: Eins og fleiri hafa verið að benda á, þá er nokkuð undarlegt að bera þetta saman. Bækurnar eiga nefnilega varla neitt sameiginlegt. Jú kannski einn og einn dreka, álfa (að vísu húsálfa í HP), tröll, dverga og kannski nokkur fleiri atriði. En samt er það ekkert meira. Harry Potter gerist í nútímanum í okkar veröld á...