Ég á Lord of the Rings teiknimyndina og mér finnst hún svo mikil hörmung að ég ætla að brenna spóluna með mikilli athöfn eftir að ég hef séð fyrstu myndina í bíó… Í alvöru, mér fannst hún hræðileg. Ég horfði á hana og það fór óstjórnlega í taugarnar á mér hversu illa teiknuð hún var, hvernig persónurnar voru ekki nálægt því að vera eins og í bókinni, hversu illa klippt hún var og gengur allt of hratt o.s.frv. Ég nennti ekki einu sinni að klára að horfa á hana, mér leiddist meira að segja,...