Fyrsta lagið sem hafði einhver virkilega áhrif á mig var örugglega Hún Jörð með Sigur Rós, þetta lag hefur bjargað tónlistarsmekk mínum. Ég fór í Japis daginn eftir að ég heyrði þetta lag, staðráðinn í því að kaupa mér diskinn sem þetta lag var á, bað bara einfaldlega um Sigur Rósar diskinn og fékk í hendurnar Ágætis Byrjun (já, ég veit að Hún Jörð er ekki á honum, en ég hafði ekki hugmynd um það þá). Ég fór heim til mín, lagðist upp í rúm, setti headphone á mig og hlustaði á diskinn í gegn...