Á European Tour stendur nú yfir “Benson and Hedges International Open”. Mótið er haldið á The Belfry (Ryder Cup '02). Fyrir síðasta hring eru þrír leikmenn jafnir á -10 undir: Stephen Scahill, Paul Casey og Padraig Harrington. Þeir tveir fyrrnefndu áttu bestu hringina í dag, 65 og 66. Harrington hefur leitt frá degi eitt. Morgundagurinn verður hörkuspennandi. Angel Cabrera er einu höggi frá efstu þremur. Ég held með Paul Casey, ungum og efnilegum kylfingi frá Englandi. Hann hefur unnið eitt...