Adam Scott dýrkar Greg Norman og sveiflar eins og Tiger Woods. Á sunnudaginn (29. mars 2004) sigraði hann eitt af stærstu mótum ársins, PLAYERS Championship, þar sem saman komu bestu kylfingar heims til að keppa um stærstu ávísun frá upphafi, $1.440.000 USD. Með sigrinum varð Adam Scott yngsti spilari sögunnar til að vinna PLAYERS, aðeins 23ja ára gamall og um leið skaut hann sér upp í 12. sæti á heimslistanum. Sigurinn verður líklega þess valdandi að fólk fer að hætta að tala um hann sem...