Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

ProV1
ProV1 Notandi frá fornöld 1.402 stig
——————-

Hver verður valinn leikmaður ársins á PGA mótaröðinni? (0 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 3 mánuðum

First day (1 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Aðeins ellefu kylfinar eru undir pari eftir fyrsta hring PGA Championship. Phil Mickelson og Rod Pampling eru jafnir á -4 undir pari. Mike Weir er -2 undir og Vijay Singh er -1 undir. Ernie Els er +1 yfir (fékk 15 pör). Tiger Woods og Davis Love III eru +4 yfir og Colin Montgomerie lék á 82 í gær eða +12 yfir!<br><br>——————- <i>make par, not war</i

PGA Championship (6 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Síðasta risamótið eða síðasti “majorinn” hefst í kvöld í Bandaríkjunum. Þetta er loka séns fyrir Tiger Woods að vinna risatitil í ár og mun hann gera allt til að vinna því hann hefur unnið slíkan titil 5 ár í röð! Til að auka líkurnar á því hefur hann ákveðið að nota Titleist 975D driverinn sinn því hann segist ekki geta unnið mótið nema hann hitti brautirnar. Af þessum 10 kylfingum, raðið niður þremur sigurstranglegustu að ykkar mati: <b>Kenny Perry Mike Weir Tiger Woods Padraig Harrington...

Maggi Lár í 2. sæti (3 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Eftir að Magnús datt út í fyrstu umferð British Boys tók hann þátt ásamt hinum 127 sem einnig duttu út í fyrstu umferð í aukamóti sem haldið var á Wallasey golfvellinum. Magnús stóð mjög vel, spilaði einn undir pari eða á 70 höggum og endaði í öðru sæti. Frábær árangur hjá Magnúsi eftir vonbrygðin við að detta út í fyrstu umferð aðal keppninnar.<br><br>——————- <i>make par, not war</i

4 sigrar hjá Davis Love (5 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Davis Love III er búinn að vera óstöðvandi á þessu tímabili. Nú um helgina vann hann International golfmótið sem haldið var í Colorado. Hann leiddi frá fyrsta degi að þeim síðasta sem er mjög sjaldgæft. Þetta mót er talið stórt enda taka þátt helstu stjörnur golfheimsins (fyrir utan Tiger Woods sem er að undirbúa sig fyrir síðasta “majorinn” í ár). Þetta var 18. sigur Love á PGA Tour og sá fjórði á þessu ári. Hann bætist því í hóp með Tiger Woods. Með sigrinum er Love orðinn efstur á...

Birgir Leifur með vallarmet (1 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Birgir Leifur setti vallarmet í dag í Grafarholti. Hann spilaði í 67 höggum sem er -4 undir. Þetta verður að teljast gott því það var frekar slæmt veður í dag.<br><br>——————- <i>make par, not war</i

RainGrip hanskar (3 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þvílík snilld! Ég notaði svona hanska í rigningunni í dag og hef aldrei fílað mig betur ;o)<br><br>——————- <i>make par, not war</i

Háværir driverar (5 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég þoli ekki drivera sem heyrist hátt í þegar maður hittir boltann. Þannig eru þeir því miður flestir í dag. Í dag fann ég einn sem ekkert heyrist í en það er nýji Ping driverinn Si3. Ég fékk að prófa einn með Blue skafti og það er geðveik kylfa! Hefur einhver prófað þessa kylfu? Hvaða gráðu er best að taka?<br><br>——————- <i>make par, not war</i

Hver er með flottustu sveifluna af neðantöldum kylfingum? (0 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 3 mánuðum

Jim Furyk sigrar Buick Open (0 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Jim Furyk sem vann US Open fyrr í ár vann í dag Buick Open í Bandaríkjunum á -21 undir pari. Tiger Woods var í 2. sæti ásamt þremur öðrum á -19 undir pari.<br><br>——————- <i>make par, not war</i

Adam Scott sigrar á ný (0 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hinn 23 ára ástralski kylfingur Adam Scott sigraði í dag á Scandic Carlsberg Scandinavian Masters mótinu. Þetta er fjórði sigur hans á European Tour frá 2001 og sá annar í ár. Adam Scott er mjög skemmtilegur kylfingur, sveiflunni hans hefur verið líkt við Tiger Woods og þykir hann mikið efni.<br><br>——————- <i>make par, not war</i

Ben Curtis sigrar Opna Breska 2003 (2 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 4 mánuðum
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM OPNA BRESKA 2003 Royal St George’s í Kent er talinn erfiðasti völlurinn sem Opna Breska hefur farið fram á til þessa. Völlurinn var mjög harður alla vikuna. Allir spekingar voru sammála um að reyndur spilari myndi sigra þetta árið. Nöfn eins og Tiger Woods, Ernie Els, Nick Faldo, David Toms og fleiri voru nefnd. Allt kom fyrir ekki og áður óþekktur kylfingur frá Kent í Bandaríkjunum sem heitir Ben Curtis kom öllum á óvart og sigraði með einu höggi. HVER ER BEN CURTIS?...

Pútterinn hans Vijay Singh (1 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Veit einhver hvaða týpu af Titleist Scotty Cameron Vijay Singh notaði í British Open?<br><br>——————- <i>make par, not war</i

Ernie Els í stuði (2 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ernie Els verður að teljast líklegur á British Open sem hefst næsta fimmtudag. Hann leiðir núna Scottish Open á -11 undir pari eftir 2 hringi. Els er búinn að spila mjög vel, fengið 12 fugla, 1 skolla og rest par. Hverjir haldið þið að muni veita Els keppni á British Open?<br><br>——————- <i>make par, not war</i

Hvað ert þú með mörg brautartré í pokanum ? (0 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 4 mánuðum

Myndin (1 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Plís skiptið um mynd. Ég er kominn með ógeð á þessari PAINTBRUSH mynd sem er búin að hanga hérna inni í ca. 2 vikur! <br><br>——————- <i>make par, not war</i

Hjátrúafullir golfarar (8 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Mig langar að spyrja ykkur að tvennu: <b>Hvernig merkið þið boltana ykkar? Eruð þið hjátrúafullir út á velli?</b> Ég merki Titleist boltana mína alltaf eins, með tveimur punktum sitt hvoru megin við tölustafina. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög hjátrúafullur. Ég byrja alltaf á því að hita upp með SW, fer svo í 9 járn og hita bara upp með járnum sem hafa oddatölu. Ég nota bara brotin tí þegar ég slæ teighögg á par 3 holum. Ég nota bara Titleist #1 og #3 og ég nota bara hvít tí. Til eru...

Bjöggi (1 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Finnst ykkur Bjöggi Sigurbergs ekki vera að spila vel þessa dagana?<br><br>——————- <i>make par, not war</i

Pokinn hjá Jim Furyk á US Open (3 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þetta var Furyk með í pokanum þegar hann vann sinn fyrsta risatitil nú nýlega á US Open: Driver: Titleist 983K 9.5° 3 wood: TaylorMade 200 Tour 5 wood: Orlimar TriMetal 3 iron: Ben Hogan Forged Apex Plus cavity Irons (5-PW): Ben Hogan Forged Apex Plus cavity Wedges: Titleist Vokey Design 50° & 60° Putter: Ben Hogan by Bettinardi “Big Ben” <br><br>——————- <i>make par, not war</i

Furyk á 3 högg (0 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Það verður gaman að horfa á US Open í kvöld. Mér finnst Jim Furyk eiga skilið að vinna, hann hefur átt frábært ár og gott “comeback” eftir mjög slakt gengi síðustu tvö árin. Furyk er að leika langbest. Hann er ótrúlega nákvæmur með dræverinum sínum. Mér sýnist hann vera að nota nýja Titleist K dræverinn og Harrison skaft. Svo virkar þessi skrítni pútter vel fyrir hann. Go Furyk!<br><br>——————- <i>make par, not war</i

Els betri en Woods (1 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ernie Els spilaði á -1 undir í dag á meðan að Tiger Woods lék á parinu. Els fékk 17 pör og einn fugl (gaman). Rickie Barnes áhugamaðurinn sem var með þeim í holli endaði +1 yfir sem er fínt hjá honum. Þetta hljóta að vera tíðindi því Tiger Woods leikur nánast alltaf betur en meðspilararnir sínir.<br><br>——————- <i>make par, not war</i

Bjöggi Sigurbergs heitur þessa dagana (3 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Bjöggi Sig. spilaði vel í dag í Portúgal, 67 högg eða -4 undir. Þetta var fyrsti hringurinn í móti á Europro mótaröðinni sem hann og Óli Már leika á. Óli Már er líka með í mótinu. Gaman að sjá að Bjöggi er að spila vel þessa dagana, virðist vera í hörkuformi. Mæli með að þið kíkjið á síðuna hans, það er nýbúið að gera hana enn flottari: <a href="http://bjorgvin.sidan.is">Heimasíða Björgvins Sigurbergssonar</a><br><br>——————- <i>make par, not war</i

David Duval með kraftaverk (3 álit)

í Golf fyrir 21 árum, 5 mánuðum
David Duval komst loksins í gegnum niðurskurð á PGA mótaröðinni. Duval hefur ekki náð þessum áfanga í allt ár og er í bullandi hættu á að missa kortið sitt! Duval komst í gegnum niðurskurðin á FBR Capital Open sem var að klárast í dag. 74-<b>62</b>-73-74 Ótrúlegur hringur hjá Duval á degi tvö, 9 fuglar og 9 pör. Hvaðan sá hringur kom veit enginn, ekki einu sinni Duval :o)<br><br>——————- <i>make par, not war</i
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok