Það er nú einu sinni svo að Bítlarnir byrjuðu allan fjandann en alltaf fannst mér Rolling Stones vera skemmtilegri, upp að einmitt þessari plötu, Revolver. Mér fannst einhver stefnubreyting verða hjá þeim, sennilega út af því að þeir urðu varir við sterka samkeppni hljómsveita sem að gáfu þeim ekkert eftir, á árunum ‘66-’67 voru að ryðja sér til rúms snillingar eins og Cream, með fyrrum Yardbirdinn Eric Clapton í fararbroddi, einnig var ungur Ameríkani sem ákvað að breyta ásjónu rokksins að...