Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: chokko rokkarar

í Rokk fyrir 22 árum, 8 mánuðum
grein?

Re: Besta Koverlag ever?

í Rokk fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Vildi bara minnast á Hush með Kula Shaker, “orginal” Deep Purple-lag (áður en þeir urðu metall) en sá sem á heiðurinn af því heitir Joe South. Lagið Hey Joe sem Hendrix gerði ódauðlegt var líka tekið af Deep Purple 1968 og þeirra útgáfa er alveg brilliant progressive sýra… annars átti nú blúsarinn Billy Roberts heiðurinn af því að semja lagið. Að lokum vill ég benda þeim sem hlusta á eðal-rokk að ég er með Útvarpsþátt tileinkuðum þessum gömlu góðu á föstudaginn kl.22:00 Ég og félagi minn...

Re: Besta Koverlag ever?

í Rokk fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Mér finnst margir hafa gert Dylan lögum góð skil. Dæmi sem hafa verið nefnd hér eru Knockin' on heavens door sem bæði Clapton og Gn'R tóku bara ágætlega. Svo tók Hendrix All Along The Watchtower alveg snilldarlega. Hallelujah með Jeff Buckley er eitt af mínum uppáhaldslögum, þó svo að Leonard Cohen útgáfan sé ekkert síðri þá er Buckley bara með svo GEEÐVEIKA rödd. Besta cover sem ég hef heyrt með Jeff Buckley er án efa Bítlalagið Come Together, alveg GRAND COVER. Svo var ég að lesa það um...

Re: Skítkast, leiðindi og aðrir daglegir viðburðir....

í Rokk fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Inga mín :) Ég var ekkert að segja það að Siggi væri að syngja úr takt… En ég held að þú hafir mistúlkað þetta eitthvað, og JÁ ég hef farið á nokkra tónleika með Andlát og finnst þeir bara nokkuð góðir. Kv. Pixie

Re: Tattoo

í Hugi fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Stonemask: NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SEM ÉG VAR AÐ FARA AÐ SEGJA! Marmari: Þú ert greinilega einhver sem fylgist með tískunni, svokallað fashion-victim, ef þú værir með tattoo og það “færi úr tísku” mundirðu láta fjarlægja það og fá þér ný jakkaföt og kannski láta klippa þig í leiðinni í nýjustu tísku… orðinn svona…. 45 ára gamall? Við lifum fyrir daginn í dag og við munum endurspegla tíðarandann sem ríkti þegar við verðum eldri, ekki einhverjir steingervingar sem rembast við að vera í tísku. Kv. Pixie

Re: Tattoo

í Hugi fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég persónulega væri mjög til í áhugamálið Tattoo, ég væri meira að segja til í að admina það… Hvað finnst vefstjóra um það? kv. Pixie

Re: Skítkast, leiðindi og aðrir daglegir viðburðir....

í Rokk fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Getto: Það auðvitað breytir öllu, svona lagað er auðvitað frekar ömurlegt… að fólk skuli vera að villa á sér heimildir í skjóli nafnleyndar. Sonur er kominn á svartann lista hjá mér núna. kv. Pixie

Re: Færeysku snillingarnir í

í Rokk fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Þetta er alveg brilliant lag, ég heyrði þetta lag á eina radíóinu sem rokkar (rás 2) um daginn og ég vissi ekkert hvaða hljómsveit þetta var, en svo hef ég verið að kynnast sveitinni betur og verð að segja að ég er heillaður. Syngja á færeysku, ekkert nema gott mál.

Re: Könnun: "Á Sturla Böðvarsson að segja af sér?"

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Meira um afrek Sturlu er að finna<a href="http://www.strik.is/dv/frettir/efni.ehtm?id=1991&cat=Fréttir"> hér</a>. Merkilegt hvað þessi maður á að komast upp með. Kv. Pixie

Re: Já, við eigum öll okkar nöfn á Quenya!

í Tolkien fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Mitt nafn kom bara vel út… Falmarin.

Re: Sumarfestivals

í Rokk fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ef að Incubus OG Muse verða á Reading þá veðset ég allt sem ég á til að fara á þá hátíð! Það er tími til kominn að ég fari á svona hátíðir, félagar mínir eru búnir að fara 2 ár í röð á Hróarskeldu en ég hef ekkert farið enn, það er eiginlega skömm að þessu og ég veit ekki af hverju ég er að segja frá þessu….

Re: Rammstein koma aftur..........

í Rokk fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Nei… þetta er ekki grein, en þetta er svona (butt) plugg, en ég væri til í að vita hvaðan þú hefur þetta og hvort það séu eitthvað áreiðanlegar heimildir… - Pixie

Re: að berjast gegn radio-x...

í Rokk fyrir 22 árum, 9 mánuðum
heyr hey

Re: Harry Potter- verkfæri djöfulsins?

í Bækur fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Jæja jæja, maður verður bara reiður að lesa um svona heimskulegar, guðhræddar og bandarískar skoðanir. Alltaf þegar eitthvað verður jafn vinsælt og Harry Potter þá eru alltaf einhverjir ofsatrúarhálfvitar (oftast í Bandaríkjunum) sem koma fram og segja að fyrirbærið sé undan djöflinum og það sé guðlast og blablabla…. (þarframeftirgötunum) Ég segi bara PRUMPUM Á OFSATRÚARFÓLKIÐ, það kann ekki að lifa lífinu, því það er of upptekið við að gera ekki rassgat í þessu lífi svo það komist örugglega...

Re: frá ljósmynd yfir í olíumálverk! ;)

í Ljósmyndun fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Hefur þér ekkert dottið í hug að hafa vöruskipti við einhvern sem kann að gera svona síðu, fleygja einni mynd í hann og fá eitt stykki síðu og tilsögn um hvernig eigi að hlaða upp myndum? annars er fullt af vefum sem skýra sig sjálfir, ég er t.d. ekkert voða flinkur á svona en ég er með pbase-síðu á www.pbase.com Kveðja, Pixie.

Re: Saga rokks og annarrar tónlistar á Íslandi

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég hef lesið Rokksögu Íslands eftir hann Gest og ég verð að segja að bókin hans Dr.Gunna sé STÓRT stökk frá henni fram á við. Ég fékk hana í jólagjöf og hef verið að glugga í hana við og við og finnst hún stórskemmtileg lesning. Hver segir að til þess að bókin sé marktæk sem fræðirit þá þurfi hún að vera gjörsneidd öllum tíðaranda? Mér finnst það bara gera hana skemmtilegri fyrir vikið og það verður eflaust ennþá skemmtilegra að lesa hana eftir nokkra áratugi og skoða hversu margt hefur...

Re: Málpípa Hitlers á Skjá einum

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ef það er einhver maður í heimsstjórnmálum í dag sem á skilið samanburð við Adolf Hitler þá er það Ariel Sharon. PUNKTUR.

Ég varð að reyna aftur...

í Ljósmyndun fyrir 22 árum, 10 mánuðum
<a href="http://www.pbase.com/hreynisson/“><img src=”http://www.hugi.is/ljosmyndun/image.php?mynd_id=18540“align=”left“ border=”2"></a> Þetta er mynd eftir mig með link á síðuna mína… (Hún er enn +i mótun)

Strákar....

í Ljósmyndun fyrir 22 árum, 10 mánuðum
<a href="http://www.hugi.is/ljosmyndun/image.php?mynd_id=18540“><align=”left“ border=”2"></a> Svo má bara plögga þetta svona… :) (Ef þetta virkar ekki þá lít ég út eins og fífl) Myndin er mun betri en þetta, ég þurfti bara að smækka hana svo rosalega mikið. Upprunaleg stærð er 18x24 cm Kveðja, Pixie.

Re: Myndin af Reykjafossi

í Ljósmyndun fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég er ekki viss um það hvort að gæðin á skönnuninni eða myndin sjálf sé svona… en mér sýnist hún vera eilítið undirlýst, ekki það að mér finnist hún ekki flott, á hvaða hraða og ljósopi er hún tekin? Hreyfingin kemur vel fram. Fín mynd. Kveðja, Pixie.

Re: Fínn

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég var að horfa á þetta myndband í sjónvarpinu áðan og ég veit ekki alveg hvernig ég á að taka þessu… þetta passar bara ekki, popp-þungarokk!??! Hvað er málið, þetta er eins og að fá sé súkkulaðistykki með fiskfyllingu, það bara passar ekki! - Pixie

Re: Græjurnar okkar

í Ljósmyndun fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég er bara með eldgamla Pentax K-1000 sem ég finn ekki aðdráttarlinsu á :) Samt fínasta vél…. - Pixie

Re: testa undirskrift -nt-

í Tilveran fyrir 22 árum, 10 mánuðum
IQ-próf eru ekki mælikvarði á greind heldur rökfærslu, hversu góður þú ert að þér í rökhugsun og það kemur greind sáralítið við… - Pixie

Re: The Catcher in the Rye

í Bækur fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þetta er yndisleg bók… þetta er líka bókin sem fékk mig til að fara að lesa aftur eftir nokkra ára pásu, þannig að mér þykir vænt um hana persónulega. Svo finnst mér Holden Caulfield líka svo yndislega beiskur og brilliant. - Pixie

Re: Mín undirscrift cool ? =D

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Afhverju er verið að banna þetta… ég get ekki séð að þetta geri neitt hræðilegt, þetta gefur bara smá fjölbreytni svo að það séu ekki allir eins!!! Hver er það sem ákveður hvað er bannað og hvað ekki ?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok