Þessi skilgreining er frá FRÆ eða Fræðslumistöð í fíknivörnum. Hugtakið alkóhólismi er notað yfir þá erfiðleika sem steðja að einstaklingum sem fengið hafa ávana eða fíkn í áfengi. Þeir sem haldnir eru alkóhólisma eru kallaðir alkóhólistar. Samsvarandi er talað um heróínista, morfínista, hassista o.s.frv. Faraldursfræðilegar rannsóknir hér á landi og víðar benda til þess að 10-20% þeirra sem neyta áfengis innan félagslegs ramma, geti í áranna rás færst yfir á stig ávana eða fíknar og orðið...